Lokið |
Framvinda verkefnisins
Áframhaldandi vinna eftir að ellilífeyrisaldri er náð eykur möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Aðgerðin fól í sér að tekið var upp að nýju sérstakt frítekjumark, 100 þús. kr., vegna atvinnutekna eldri borgara sem kom til viðbótar við almenna frítekjumarkið, 25 þús. kr.
Lög nr. 96/2017, sem fólu í sér hækkun frítekjumarks atvinnutekna, öðluðust gildi 1. janúar 2018.
Ábyrgð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
FélagsmálaráðuneytiðKafli
Jöfn tækifæri