Verkefni
Áfram verður dregið úr greiðsluþátttöku sjúklinga, með áherslu á viðkvæma hópa.
Ráðuneyti
HeilbrigðisráðuneytiðKafli
Heilbrigðismál
Framvinda
Lækkun greiðsluþátttöku árið 2024 er eftirfarandi: Greiðsluþátttaka í tannlækningum lífeyrisþega er nú allt að 75%, styrkir til tannréttinga hafa verið hækkaðir úr 150 þúsundum í 430 þúsundir, styrkir til hjálpartækja til að auka virkni hafa verið rýmkaðir, styrkjum til brottnáms brjóstapúða var bætt inn og nú er greitt fyrir þriðju ferð þurfi fólk að sækja þjónustu langt að. Kostnaður er sem hér segir: Tannlækningar lífeyrisþega 325 m.kr., tannréttingar 250 m.kr., hjálpartæki 94 m.kr., lækniskostnaður (brottnám brjóstapúða) 90 m.kr., tæknifrjóvgun 76 m.kr., þriðja ferðin 50 m.kr. Þá mun samningur við sjúkraþjálfara stuðla að lækkun greiðsluþátttöku. Gerður hefur verið samningur um tannlækningar barna. Unnið er að lýðheilsutengdum aðgerðum hjá Sjúkratryggingum Íslands.Staða verkefnis
Komið vel á vegViðvarandi verkefni