Verkefni
Ríkisstjórnin leggur áherslu á að stuðla að uppbyggingu öflugra og sjálfbærra sveitarfélaga þar sem samfélagslegir og fjárhagslegir hvatar eru til sameiningar.
Ráðuneyti
InnviðaráðuneytiðKafli
Sveitarfélög
Framvinda
Ráðuneytið óskaði með formlegum hætti eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum 10 sveitarfélaga með undir 250 íbúa um hvernig ákvæði 4. gr. sveitarstjórnarlaga um lágmarksíbúafjölda hefði verið framfylgt þann 31. maí síðastliðinn. Óskað var eftir upplýsingum um hvort álit sveitarstjórnar og umsögn ráðuneytisins um stöðu sveitarfélags og sameiningarkosti hefði verið kynnt fyrir íbúum, hvort sveitarstjórnin hefði tekið ákvörðun um að hefja sameiningarferli og ,ef við ætti, hvort réttur íbúa til atkvæðagreiðslu um neikvæða niðurstöðu sveitarstjórnar hefði verið kynntur íbúum. Sveitarstjórnunum var gefinn frestur til 1. júlí til að svara fyrirspurninni. Alls höfðu fjögur sveitarfélög svarað fyrirspurninni þann 20. júní. Fyrri óformleg eftirgrennslan leiddi í ljós að þrjú af sveitarfélögunum 10 höfðu hafið óformlegar viðræður við annað/önnur sveitarfélög um sameiningu.Staða verkefnis
Komið vel á vegViðvarandi verkefni