Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Skattmatsreglur verða endurskoðaðar og komið í veg fyrir óeðlilega og óheilbrigða hvata til stofnunar einkahlutafélaga. Enn fremur verður regluverk í kringum tekjutilflutning tekið til endurskoðunar til að tryggja að þau sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar.

Ráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Tekjuöflun, regluverk og opinbert eftirlit

Framvinda

Starfshópur sem var settur á fót í september 2022 á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um skattlagningu launa og reiknuð laun skilaði skýrslu til ráðherra í september 2023. Tillögur starfshópsins voru af þrennum toga.

1. Breytingar á skattmatsreglum sem hægt væri að ráðast í strax og hafa komið til framkvæmda með breytingum á reglunum fyrir 2024.

2. Tillögur sem ekki kalla á lagabreytingar og verða unnar á árinu 2024 í samráði við Skattinn með það að augnamiði að leggja fram breytingar.

3. Tillögur sem þarfnast lagabreytinga og fela í sér lengra ferli í átt að breytingum.

Skýrsla starfshópsins ásamt tillögum var kynnt í ríkisstjórn 8. desember 2023.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta