Verkefni
Ráðuneyti
Fjármála- og efnahagsráðuneytiðKafli
Tekjuöflun, regluverk og opinbert eftirlit
Framvinda
Starfshópur sem var settur á fót í september 2022 á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um skattlagningu launa og reiknuð laun skilaði skýrslu til ráðherra í september 2023. Tillögur starfshópsins voru af þrennum toga.
1. Breytingar á skattmatsreglum sem hægt væri að ráðast í strax og hafa komið til framkvæmda með breytingum á reglunum fyrir 2024.
2. Tillögur sem ekki kalla á lagabreytingar og verða unnar á árinu 2024 í samráði við Skattinn með það að augnamiði að leggja fram breytingar.
3. Tillögur sem þarfnast lagabreytinga og fela í sér lengra ferli í átt að breytingum.
Skýrsla starfshópsins ásamt tillögum var kynnt í ríkisstjórn 8. desember 2023.