Lokið |
Framvinda verkefnisins
Aukið hefur verið verulega við stuðning við rannsóknir og tækniþróun nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Hækkun viðmiðunarfjárhæða er mikilvægt skref í átt að því markmiði. Núgildandi kerfi skattívilnana hefur stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun fyrirtækja á undanförnum árum.
Þök á endurgreiðslum voru tvöfölduð með lagasetningu á haustþingi 2018. Frekari aðgerðir eru til skoðunar í samhengi við nýkynnta nýsköpunarstefnu. Þá er einnig verið að auka verulega framlög til málaflokksins í tengslum við arðgreiðslur frá Landsvirkjun. Þessu til viðbótar voru þrepamörkin í kerfinu hækkuð enn frekar í mótvægisráðstöfunum vegna kórónuveirufaraldursins, eða upp í 35% fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og 25% fyrir stærri fyrirtæki og þakið hækkað í 1.100 m.kr. Framlögin verða því stóraukin frá því sem áður var.
Ábyrgð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðKafli
Þróttmikið efnahagslíf