Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Barnabótakerfið verður áfram styrkt og útvíkkað með það að markmiði að jafna kjör barnafjölskyldna.

Ráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Börn

Framvinda

Breytingar á barnabótakerfinu voru kynntar 12. desember 2022 sem hluti af stuðningi stjórnvalda vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Aðgerðirnar fólust í að einfalda barnabótakerfið, auka stuðning við barnafjölskyldur, draga úr tekjuskerðingum og jaðarsköttum af völdum barnabóta. Þessar breytingar eru innleiddar í áföngum 2023 og 2024. Auk þess verða í upphafi árs 2024 teknar upp samtímagreiðslur barnabóta þannig að biðtími eftir barnabótum verði aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns. Gert er ráð fyrir að 2.900 fleiri fjölskyldur njóti stuðnings barnabótakerfisins. Áætluð kostnaðaráhrif breytinganna eru metin á 5 ma.kr. og er fjárheimild ársins 2023 aukin um 0,6 m.kr. og 2024 um 1,3 ma.kr. vegna þessa.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta