Hoppa yfir valmynd
Komið vel á veg

Framvinda verkefnisins

Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Í þessu skyni verði sjóðnum falið að annast um uppsöfnun á nánar skilgreindum tekjum ríkissjóðs af nýtingu auðlinda, sem til að byrja með væru einkum arðgreiðslur frá Landsvirkjun. Gert er ráð fyrir að úthlutanir úr sjóðnum verði ávallt með aðkomu Alþingis á þann hátt að þingið lýsi vilja sínum til samþykkis í þingsályktunartillögu en veiti síðan lagaheimild í næstu fjárlögum.

Frumvarp var lagt fram á vorþingi 2018 og aftur á haustþingi sama 2019 en var ekki afgreitt. Áformum um stofnun Þjóðarsjóðs hefur verið slegið á frest í ljósi stökkbreyttra aðstæðna í efnahagsmálum og forsendubrests í ríkisfjármálum. Ríkissjóður mun þurfa á öllum sínum fjármunum að halda til að fjármagna hallarekstur og skuldasöfnun af völdum Covid-19 faraldursins og verður varla aflögufær til safna í áfallasjóð af þessum toga fyrr en skuldahlutfall ríkisins hefur verið lækkað undir lögboðið hámark.

Ábyrgð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Forsætisráðuneytið

Kafli

Sterkt samfélag

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta