Lokið |
Framvinda verkefnisins
Nefnd um ramma peningastefnunnar skilaði tillögum sínum og fjögurra hópa erlendra sérfræðinga í júní 2018.
Stjórnarráðið | Endurskoðun á ramma peningastefnu (stjornarradid.is)
Ráðstefna var haldin í kjölfarið til að kynna tillögurnar. Í október 2018 ákvað ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins að hefja vinnu við endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit og yrði vinnan m.a. byggð á starfi nefndar um ramma peningastefnunnar. Meginleiðarljós vinnunnar var að efla traust, gagnsæi og skilvirkni við yfirstjórn efnahagsmála. Miðað skyldi við að viðhalda verðbólgumarkmiði sem meginmarkmiði peningastefnunnar og sjálfstæði Seðlabankans og peningastefnunefndar hans til að beita stjórntækjum til að ná því en gera viðeigandi breytingar sem efla traust og auka gagnsæi. Enn fremur skyldi miðað við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið með þeim hætti sem eflir traust og tryggir skilvirkni við framkvæmd þjóðhagsvarúðar og fjármálaeftirlits. Frumvarp til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands var lagt fram í mars 2019 og varð að lögum í júní 2019. Sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins kom til framkvæmda við gildistöku laganna 1. janúar 2020.
Ábyrgð
Forsætisráðuneytið
Kafli
Þróttmikið efnahagslíf