Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Í aðgerðaráætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu er að finna fjölmargar aðgerðir sem snúa beinlínis að brotaþolum og styrkja stöðu þeirra, auka traust þeirra á réttarkerfinu og veita þeim hjálp og stuðning sem þeir þarfnast. Sérstaklega er tiltekið að styrkja þurfi réttarstöðu þeirra, stytta málsmeðferðartíma, bæta aðgengi þeirra að upplýsingum og skerpa á hlutverki réttargæslumanna. Dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um meðferð sakamála þar sem lagðar voru til ýmsar breytingar til að styrkja stöðu brotaþola. Frumvarpið var til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd en hlaut ekki afgreiðslu.
Ábyrgð
Dómsmálaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
FélagsmálaráðuneytiðKafli
Jöfn tækifæri