Hoppa yfir valmynd
Lokið

Framvinda verkefnisins

Markmið

Samstarfssamningur verði gerður milli ríkis og sveitarfélaga sem fjalli um verkefni og fjárhagsleg samskipti.

Staða

Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2021-2025 var undirritað af fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga í september 2020. Í samkomulaginu eru tilgreind fjöldi verkefna sem gert er ráð fyrir að ríki og sveitarfélög vinni saman að á næstu árum. Meðal verkefna er heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Í tengslum við samkomulagið var einnig undirrituð viljayfirlýsing til að vinna að því að afla fjárheimilda á Alþingi fyrir aðgerðir sem miða að því veita sveitarfélögunum fjárhagslega viðspyrnu og til að verja lögbundna grunnþjónustu. Meðal annars var samþykkt að veitt verði 935 m.kr. framlag sem styðji við stefnumarkandi áætlun stjórnvalda um eflingu sveitarstjórnarstigsins og aukna sjálfbærni þess með sameiningum sveitarfélaga. Hluti framlagsins verði nýttur til umbóta á sviði starfrænna lausna hjá þeim sveitarfélögum sem fara í sameiningarferli án næstu tveimur árum.

Ábyrgð

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Önnur ráðuneyti

Kafli

Sterkt samfélag

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta