Lokið |
Framvinda verkefnisins
Frá miðju ári 2019 var þyrluáhöfnum fjölgað úr fimm í sex og það verkefni fullfjármagnað 2020. Þá var 225 m.kr. veitt til uppfærslu á eftirlitsbúnaði flugvélarinnar TF-SIF. Búið er að tryggja fjármagn fyrir þremur öflugum leiguþyrlum, einnig er búið að tryggja fjármagn fyrir nýtt varðskip. Með kaupum á því verður skipa- og flugfloti Landhelgisgæslunnar orðinn öflugri en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar.
Ábyrgð
Dómsmálaráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag