Lokið |
Framvinda verkefnisins
Starfshópi sem falið var að móta stefnu í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði til ársins 2030 skilaði heilbrigðisráðherra skýrslu sinni sumarið 2019. Ráðherra gerði stefnuna að sinni og var hún birt í september 2019. Við framkvæmd stefnunnar verður horft til heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi í júní 2019 og aðgerðaáætlana sem kveðið er á um að gerðar skuli árlega meðan heilbrigðisstefnan er í gildi.
Vísindastefna liggur fyrir og unnið verður að framkvæmd hennar með hliðsjón af fimm ára aðgerðaáætlunum heilbrigðisstefnu. Enn fremur verður unnið að eflingu nýsköpunar á sviði heilbrigðismála, meðal annars með áherslu á stafrænar lausnir.
Ábyrgð
Heilbrigðisráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag