Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Stuðla þarf að nægilegu framboði byggingarlóða til lengri tíma í samvinnu við sveitarfélög. Tryggt verður að fyrir liggi greinargóðar rauntímaupplýsingar um húsnæðismarkað, framboð íbúða, og stöðu í skipulags- og byggingamálum á öllu landinu.

Ráðuneyti

Innviðaráðuneytið

Kafli

Húsnæðismál

Framvinda

Frumvarp til breytinga á skipulagslögum sem tímabindur uppbyggingarheimildir gildandi deiliskipulags hefur verið samþykkt í ríkisstjórn 18. janúar 2024. Markmið breytinganna er að auka skilvirkni í uppbyggingu. Frumvarpið varð að lögum 30. apríl sl. Stafrænar húsnæðisáætlanir sveitarfélaga veita innsýn og draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma. Þá heldur HMS úti mælaborði húsnæðisáætlana þar sem birtar eru upplýsingar fyrir öll sveitarfélög. Þar má sjá spá um þróun mannfjölda, áætlaða íbúðaþörf sem og lóðaframboð. Skipulagsstofnun heldur úti Skipulagsvefsjá sem hefur ásamt stafrænu aðalskipulagi, sem sveitarfélög hafa skilað frá ársbyrjun 2023, verið bylting í aðgengi að upplýsingum um skipulag einstakra reita og möguleika til greininga á skipulagsgögnum á landsvísu.

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta