Hoppa yfir valmynd
Lokið

Framvinda verkefnisins

Skimunarráð Embættis landlæknis var sett á fót og tók til starfa 2018. Embættið og skimunarráð kynntu heilbrigðisráðherra í mars 2019 tillögur að breyttu fyrirkomulagi skimana fyrir krabbameinum og verkefnastjórn skilaði tillögum sínum í febrúar 2020 um framkvæmd tillagna og ákvarðana landlæknis og heilbrigðisráðherra. Í október 2020 lagði Embætti landlæknis fram álit skimunarráðs á skimun fyrir krabbameini í brjóstum, leghálsi, ristli og endaþarmi. Í byrjun árs 2021 fluttist framkvæmd krabbameinsskimana frá Krabbameinsfélagi Íslands og er nú hluti af þjónustu opinbera heilbrigðiskerfisins. Sett var á fót samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem hefur m.a. það hlutverk að boða konur í reglubundna skimun og veita upplýsingar um niðurstöður skimana. Samhæfingarstöðin heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og starfar á landsvísu. Heilsugæslan um allt land annast skimun fyrir leghálskrabbameinum og skimun fyrir brjóstakrabbameinum er á hendi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri.

Starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skilaði 
tillögum að leiðum til að innleiða aðgerðaáætlun embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu. Lagt er til að beitt verði efnahagslegum hvötum til að stuðla að hollari neysluvenjum, draga úr sykurneyslu og hvetja til aukinnar neyslu grænmetis og ávaxta. 

Starfshópur skilaði skýrslu í janúar 2021 um 
leiðir að aukinni heilsueflingu aldraðra.  Sérstaklega var horft til samstarfs og verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga, en heilsuefling er mikilvægur þáttur í stuðningi við sjálfstæða búsetu og önnur lífsgæði aldraðra. Leiðarljósið í vinnu starfshópsins var að finna leiðir í þessum efnum sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði aldraðra og stuðla að auknum lífslíkum við góða heilsu.

Í byrjun árs 2020 voru hormónatengdar getnaðarvarnir felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið fyrir konur sem eru 20 ára og yngri. 

Aðgerðaáætlun um sjálfvígsforvarnir var birt í apríl 2018. Verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis vinnur að framkvæmd áætlunarinnar.

Almenn bólusetning við hlaupabólu hófst árið 2020 og er í boði endurgjaldlaus fyrir öll börn fædd 1. janúar 2019 eða síðar.

Markvisst er unnið að vöktun sýklalyfjaónæmis í mönnum og samstarf er milli ráðuneyta um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis hér á landi.

Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi í júní 2021.

Öll þau verkefni sem hér eru talin eru liður í því markmiði að efla lýðheilsu og efla forvarnir.

 

Ábyrgð

Heilbrigðisráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Önnur ráðuneyti

Kafli

Sterkt samfélag

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta