Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu verði störf hjá ríkinu ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega.

Ráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Byggðamál

Framvinda

Skýrsla vinnuhóps á vegum innviðaráðuneytis, forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis var gefin út í ágúst 2021 um störf án staðsetningar. Þar komu fram tillögur til að mæta áherslum stjórnvalda um fjölgun starfa án staðsetningar. Í lok janúar 2023 samþykkti ríkisstjórnin að skipa framkvæmdastjórn með fulltrúum sömu ráðuneyta til að annast framkvæmd aðgerðarinnar í samráði við önnur ráðuneyti, Byggðastofnun, Fjársýslu ríkisins, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og aðra hlutaðeigandi aðila.
     Leiðbeiningar til ríkisstofnana hafa verið birtar á mannauðstorginu og niðurstöður könnunar liggja fyrir. Samkvæmt henni væri möguleiki að auglýsa allt að 12% starfa ríkisins sem óstaðbundin. Meðal næstu verkefna framkvæmdahópsins eru fundir með mannauðsstjórum ráðuneyta og Félagi forstöðumanna ríkisstofnana. Þá er í skoðun hvort nýta megi fjármuni af byggðaáætlun til að koma til móts við aukin kostnað sem stofnanir þyrftu annars að taka á sig vegna óstaðbundinna starfa, svo sem vegna húsnæðiskostnaðar. Mikilvægt er að koma á mælaborði til að mæla árangur og hlutfall óstaðbundinna starfa í auglýstum störfum á vegum ríkisins.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum