Lokið |
Framvinda verkefnisins
8% aukning í fjárveitingum til háskóla fer langt með að brúa bilið nú þegar, fjórum árum á undan áætlun. Ísland er nú þegar nálægt meðaltali Norðurlandaþjóðanna, en eins og sjá má í grænbók um fjárveitingar til háskóla er nokkur munur á útgjöldum á hvern ársnema á Norðurlöndunum. Útgjöld í Finnlandi eru um 13% hærri en að jafnaði í ríkjum OECD en 41% hærri en meðaltal OECD í Noregi og 56% hærri í Svíþjóð. Tölur frá Danmörku vantar fyrir árin 2015 og 2016 en útgjöld árið 2014 voru svipuð og að jafnaði í OECD. Þess má geta að útgjöld í Svíþjóð eru þau þriðju hæstu í OECD. Það er því ljóst að útgjöld á Norðurlöndunum spanna allt frá meðaltali OECD til þess að vera meðal þess hæsta sem gerist innan OECD. Unnið er að aðgerðinni sem er samhljóða aðgerð 3 í Vísinda - og tækistefnu 2020-2022.
Ábyrgð
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag