Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Breytingar á ýmsum lögum sem gilda á vinnumarkaði tóku gildi 2018. Ætlað að auka vernd réttinda á vinnumarkaði. Skýrsla samstarfshóps félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði var gefin út í janúar 2019. Í framhaldinu var mótuð aðgerðaáætlun, einnig í samhengi við lífskjarasamninganna, sem nú er unnið eftir.
Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu voru birtar í mars 2019. Í kjölfarið var skipaður samráðshópur með aðkomu ábyrgðaraðila og annarra sem hafa reynslu og sérþekkingu á þessu sviði. Hópurinn vinnur nú að eftirfylgni og útfærslu á áætluninni.
Áfram verður unnið í nánu samstarfi félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis við útfærslu á aðgerðum gegn mansali og félagslegum undirboðum og annarri brotastarfsemi á vinnumarkaði.
Ábyrgð
Félagsmálaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
DómsmálaráðuneytiðKafli
Sterkt samfélag