Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Viðaukar voru gerðir við samninga allra símenntunarmiðstöðva á landinu og undirbúningur hafinn að gerð frumvarps til laga um nám fullorðinna og endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Tíu nýjar námsskrár voru vottaðar og unnið að innleiðingu nýs reiknilíkans fyrir símenntunarmiðstöðvar og bætts fyrirkomulags styrkveitinga. Lög um lýðskóla tóku gildi í júlí 2019 en fram til þess hafði ekki verið löggjöf í gildi um starfsemi slíkra skóla hér á landi. Verkefnishópur um úrbætur í menntun, atvinnu og tómstundum fyrir nemendur sem lokið hafa námi á starfsbrautum framhaldsskóla skilaði tillögum sem unnið er eftir.Ábyrgð
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðKafli
Sterkt samfélag