Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt haustið 2018 af sjö ráðherrum í ríkisstjórninni og kom önnur útgáfa hennar út sumarið 2020. Þar er sett markmið um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðum á grundvelli aðgerðaráætlunar hefur verið hrint í framkvæmd, m.a. báðum meginþáttum hennar: Annars vegar aðgerðum varðandi orkuskipti í samgöngum og hins vegar kolefnisbindingu og endurheimt votlendis.
Áfram verður unnið á grundvelli aðgerðaáætlunar, en íslensk stjórnvöld uppfærðu sín markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í árslok 2020. Nú kveður markmiðið á um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 í samfloti með Noregi og ESB.
Ábyrgð
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Önnur ráðuneytiKafli
Umhverfi og loftslag