Verkefni
Innleiddar verða stafrænar samræmdar sjúkraskrár sem verða aðgengilegar sérhverjum notanda heilbrigðisþjónustunnar og viðeigandi heilbrigðisstarfsmönnum í samræmi við óskir hans.
Ráðuneyti
HeilbrigðisráðuneytiðKafli
Heilbrigðismál
Framvinda
Hafin er vinna að sameiningu Sögugrunna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Í kjölfarið munu fleiri aðrir grunnar heilbrigðisstofnana vera sameinaðir Sögugrunni. Þá er hafin vinna við innleiðingu Heilsugáttar á Sjúkrahúsið á Akureyri sem mun bæta starfsumhverfi til muna. Þá er unnið að uppsetningu á svokölluðu miðlægu snjókorni sem inniheldur mikilvægar upplýsingar um hvern og einn sjúkling svo sem lífsógnandi sjúkdóma og ofnæmi.Staða verkefnis
Komið vel á vegViðvarandi verkefni