Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum eru verkefni þar sem gert er ráð fyrir samstarfi við sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu. Samstarfsvettvangi atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir (Grænvangi) er einnig ætlað að fá sem flesta geira samfélagsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna að markmiði stjórnvalda um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040. Vettvangurinn var stofnaður árið 2019.
Áfram verður unnið á grundvelli ofangreindra verkefna og öðrum hrint í framkvæmd.
Ábyrgð
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Kafli
Umhverfi og loftslag