Hoppa yfir valmynd
Komið vel á veg

Framvinda verkefnisins

Frumvarp forsætisráðherra til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.) var samþykkt á Alþingi í júní 2020, sbr. lög  nr. 85/2020. Í meginatriðum fela lögin í sér eftirfarandi: 

1) Þrengri heimildir aðila sem búsettir eru í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign hér á landi.   

2) Aukin stýritæki stjórnvalda á sviði land- og jarðanýtingar með áherslu á landbúnaðarland, þ.m.t. lögbýli, og land yfir tilteknum stærðarmörkum. 

3) Betri yfirsýn yfir eignarráð og nýtingu á landi og aukið gagnsæi um sömu atriði.

Stýrihópur um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir fylgi eftir innleiðingu laganna og vann að frekari stefnumótun. Skilað var skýrslu og tillögum í formi lagafrumvarps sem áður hafði verið kynnt í samráðsgátt og skýrslu um heildarverkefni hópsins, sjá nánar: Stjórnarráðið | Skýrsla um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir lögð fram (stjornarradid.is)

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Sterkt samfélag

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta