Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Fjármögnun framhaldsskóla verður tryggð.

Ráðuneyti

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kafli

Menntamál

Framvinda

Í tengslum við vinnu við fjármálaáætlun 2025-2028 var ákveðið að fjármála- og efnahagsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið vinni að greiningu á breyttum náms- og þjónustuþörfum nemenda á framhaldsskólastigi. Stuðst verður við greininguna við gerð úthlutunarlíkans til málaflokks 20.10 Framhaldsskólar. Mun það taka mið af fjölda nemenda en einnig verður tekið tillit til kerfislægra þátta sem áhrif hafa s.s. tegund náms, uppruna og þjónustuþarfa nemenda. Jafnframt er gert ráð fyrir auknum stuðningi nýrrar stofnunar, miðstöðvar Menntunar og skólaþjónustu, við framhaldsskóla. Þannig verður hægt að nýta fjármagn betur og mæta auknum fjölbreytileika í skólakerfinu. Gert er ráð fyrir að við undirbúning fjárlaga fyrir árið 2025 verði greiningu á fyrsta áfanga nýs reiknilíkans til málaflokks 20.10 Framhaldsskólar lokið og muni það ná sérstaklega til nemenda á verknámsbrautum, starfsbrautum, nemenda með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda í fangelsum. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta