Lokið |
Framvinda verkefnisins
Starfshópur með fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ásamt fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga vann að gerð tillagna um fyrirkomulag stuðnings ríkisins við sveitarfélög vegna fráveitumála. Starfshópurinn skilaði sínum tillögum til ráðherra í apríl 2020. Jafnframt er unnið er að endurskoðun reglugerðar um fráveitu.
Alþingi samþykkti breytingar á lögum nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna í júní 2020 sem kveða á um hlutdeild hins opinbera í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga. Í janúar 2021 var auglýst eftir styrkumsóknum á grundvelli fjárheimilda í fjárlögum og fara fyrstu úthlutanir fram um mitt ár 2021.
Ábyrgð
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiKafli
Umhverfi og loftslag