Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Í þingsályktunartillögu sem samþykkt var í maí 2017 um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017 - 2021 er lögð áhersla að aðgerðir styðji við innleiðingu samningsins í alla lagaumgjörð og framkvæmd. Lög nr. 38/2018 tóku gildi 1. okt. 2018 en markmið þeirra er m.a. að tryggja að sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks sé framfylgt. Í apríl 2018 skipaði dómsmálaráðherra vinnuhóp til að vinna að skýrslu um þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar í því skyni að efna skuldbindingar skv. samningnum. Skýrslan er nú tilbúin og hefur verið send dómsmálaráðuneytinu til frekari afgreiðslu.
Ábyrgð
Félagsmálaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
DómsmálaráðuneytiðKafli
Jöfn tækifæri