Verkefni
Unnið verður að því að styrkja enn frekar stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis og byggja áfram upp innlenda þekkingu í málefnum svæðisins, m.a. með eflingu miðstöðva mennta, vísinda og umræðu og mótun rannsóknaáætlunar um norðurslóðir.
Ráðuneyti
UtanríkisráðuneytiðKafli
Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna
Framvinda
Ný stefna um málefni norðurslóða var samþykkt með þingsályktun á Alþingi 19. maí 2021. Í þingsályktuninni er meðal annars kveðið á um að utanríkisráðherra móti áætlun um framkvæmd norðurslóðastefnunnar í samráði við aðra hlutaðeigandi ráðherra. Þess vegna var ákveðið að leggja út í opið samráðsferli, hvar sérfræðingum og hagaðilum yrði boðin þátttaka í að móta tillögur sem nýst gætu við gerð framkvæmdaáætlunar. Stefna Íslands frá 2021 inniheldur 19 stefnumið sem skipt var niður á fimm þemahópa og fimm valinkunnir einstaklingar voru fengnir til að stýra vinnu þeirra. Samráðsferlið skyldi jafnframt verða mikilvægur liður í að efla innlent samráð og samstarf um málefni norðurslóða og tækifæri fyrir sérfræðinga og hagsmunaaðila úr öllum áttum til að hafa áhrif á framtíð Íslands á norðurslóðum, og koma sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri. Fundur með fulltrúum ráðuneyta var haldinn 10. febrúar 2022.Til að kynna samráðsferlið fyrir almenningi og fá þátttakendur í þemahópana var haldinn opinn fundur mars 2022 á Akureyri. Hópstjórar þemahópanna kynntu stefnumið sinna hópa og voru opnar hringborðsumræður með góðri þátttöku viðstaddra. Fundargestir voru hvattir til að skrá sig í þemahópana og gekk skráning vel. Hóparnir hófu störf á bilinu 25. apríl -18. maí og allir sendu fullunnar tillögur til Norðurslóðanetsins fyrir 15. september 2022. Alls bárust 78 tillögur. 15. febrúar 2023 var boðað til fundar ráðuneyta í utanríkisráðuneytinu. Markmiðið með þeim fundi var að fá fram afstöðu þeirra til fyrirliggjandi tillagna og komast að samkomulagi um hvaða tillögur ættu að vera í framkvæmdaáætlun. Áætlunin sem kynnt var á samráðsgátt stjórnvalda 13. maí 2024 er afrakstur af yfirgripsmiklu samráði við ráðuneyti Stjórnarráðsins og í raun við alla þá sem að málinu vildu koma. Tvær athugasemdir bárust, annars vegar frá Landsvirkjun en hins vegar frá Rannís. Nú stendur yfir endurskoðun með tilliti til ábendinga frá þessum aðilum. Gert er ráð fyrir að endanleg áætlun verði birt í sumar.
Staða verkefnis
Komið vel á vegViðvarandi verkefni