Lokið |
Framvinda verkefnisins
Ár hvert eru veittir styrkir af safnliðum fjárlaga vegna verkefna á sviði félagsmála. Jafnframt fá ákveðin frjáls félagasamtök rekstrarframlög í fjárlögum. Þá eru árlega veittir styrkir úr Þróunarsjóði innflytjendamála til eflingar rannsókna og þróunarverkefna á sviði innflytjendamála. Jafnréttissjóður Íslands styrkir fjölmörg verkefni sem unnin eru hjá félagasamtökum. Fjölmörg félagasamstök hafa hlotið styrk og má þar nefna Hagsmunasamtök heimilanna, Samtök um kvennaathvarf, Mæðrastyrksnefndir, Samtökin ´78 og Stígamót auk þess sem gert hefur verið samkomulag við Neytendasamtökin.
Ábyrgð
Félagsmálaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Mennta- og menningarmálaráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðKafli
Lýðræði og gagnsæi