Lokið |
Framvinda verkefnisins
Margvíslegar aðgerðir á öllum skólastigum eru afstaðnar. Lögum um aðgengi að háskólum var breytt til að jafna stöðu bók- og verkmenntaðra og stutt við þróun nýrra námsbrauta í framhalds- og háskólum. Grundvallarbreyting var gerð á iðn- og verknámskerfinu, reglum um vinnustaðanám breytt og rafræn ferilbók innleidd til að bæta þjónustu við nemendur og auka gæði námsins. Kennsluakademía opinberu háskólanna var stofnuð 2021 og unnið er að þróunarverkefni um að auka gæði náms og námsumhverfis í háskólum. Stuðningur hefur aukist við umsóknir akademískra starfsmanna í samkeppnissjóði. Allt nýtt námsefni fyrir grunnskóla er nú gefið út rafrænt og sérstök áhersla er á útgáfu námsefnis fyrir nemendur sem nota táknmál og nemendur með annað móðurmál en íslensku. Menntarannsóknarsjóður var stofnaður, Nýsköpunarsjóður námsmanna efldur og Verksmiðjan - nýsköpunarkeppni fyrir nemendur 8.-10. bekkjar var gangsett. Stafrænar smiðjur (FabLab) í skólum efldar og þeim fjölgað.Ábyrgð
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag