Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Sett var af stað sérstakt samstarfsteymi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar um friðlýsingar. Meðal þess sem teymið vinnur að er friðlýsing kosta í verndarflokki rammaáætlunar og verndarsvæða á náttúruverndaráætlunum. Friðlýsingu þriggja svæða gegn orkuvinnslu er lokið, þar með talið vatnasvið Jökulsár á Fjöllum. Friðlýsing hátt í 20 annarra svæða í verndarflokki rammaáætlunar og í náttúruverndaráætlun hefur verið kynnt opinberlega. Fleiri verkefni eru að auki í undirbúningi.
Þær friðlýsingar sem nú þegar hafa verið kynntar verða kláraðar, auk þess sem vinna við aðrar friðlýsingar er í undirbúningi.
Ábyrgð
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Kafli
Umhverfi og loftslag