Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Húsnæðisöryggi og réttarstaða leigjenda verður bætt, m.a. með traustri lagaumgjörð, samræmdri umsóknargátt um húsnæðisbætur og aðgengilegri upplýsingagjöf.

Ráðuneyti

Innviðaráðuneytið

Kafli

Húsnæðismál

Framvinda

Frumvarp um endurskoðun húsaleigulaga var samþykkt á Alþingi í júní 2024. Húsnæðisbætur voru hækkaðar frá 1. júní sl. Við breytingarnar er annars vegar tekið aukið tillit til fjölda heimilisfólks við útreikning húsnæðisbóta. Þannig munu grunnfjárhæðir og frítekjumörk vegna húsnæðisbóta taka til allt að sex heimilismanna í stað fjögurra áður. Tveir flokkar grunnfjárhæða húsnæðisstuðnings bætast við vegna fimm eða sex heimilismanna og þá hækka einnig frítekjumörk vegna heimila þar sem fimm eða sex búa. Þá hækkar grunnfjárhæð húsnæðisbóta til einstaklingsheimila um 25%. Aðrar grunnfjárhæðir hækka til samræmis. Skerðingarmörk vegna eigna hækka einnig í 12,5 m.kr. úr 8 m.kr. Húsnæðisbætur falla ekki niður fyrr en samanlagðar heildareignir heimilis ná 20 m.kr.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta