Hoppa yfir valmynd
Komið vel á veg

Framvinda verkefnisins

Á fjárlögum 2021 voru framlög til hjúkrunarheimila aukin um 300 m.kr til mæta aukinni hjúkrunarþyngd samkvæmt mælingum (RUG-stuðull) á hjúkrunarheimilum. Verkefnastjórn sem ráðherra skipaði í samræmi við samkomulag Sjúkratrygginga Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu frá því í árslok 2019, um að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimila, skilaði skýrslu með niðurstöðum sínum í apríl 2021. Með fjáraukalögum í júní 2021 var veittur 1 milljarður króna til hækkunar daggjalda á hjúkrunarheimilum. Svokallaður útlagasjóður hefur verið efldur með 300 milljóna króna viðbótarframlagi og veittar hafa verið 800 milljónir króna til að mæta verkefni um betri vinnutíma á hjúkrunarheimilum.

Nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu sem hófst hjá Öldrunarheimilum Akureyrar árið 2019 stendur enn yfir. Verkefnið felst í rekstri sveigjanlegrar dagdvalarþjónustu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Markmiðið er að stórauka möguleika aldraðra til að búa á eigin heimili þrátt fyrir mikla þörf fyrir stuðning og þjónustu. Sérhæfðum dagdvalarrýmum hefur verið fjölgað markvisst með áherslu á þjálfun og aukna þjónustu við fólk sem býr í heimahúsum. Frá árinu 2019 hefur sérhæfðum dagdvalarrýmum fyrir einstaklinga með heilabilun verið fjölgað um 57.

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest 
aðgerðaáætlun um endurhæfingu til ársins 2025. Unnið er að því að koma á fót nýrri tegund sérhæfðrar þjónustu fyrir aldraða þar sem í boði verða rými til skammtímadvalar og hvíldarinnlagna fyrir 39 einstaklinga. Þar verður veitt létt endurhæfing og lagt mat á frekari stuðningsþarfir viðkomandi. Gert er ráð fyrir að árlega verði hægt að veita a.m.k. 250 einstaklingum þessa þjónustu. Markmiðið er að efla getu fólks til að búa lengur heima. Þessi þjónusta verður veitt í húsnæði gamla Sólvangs í Hafnarfirði samkvæmt samningi við bæjaryfirvöld.

Síðari hluta árs 2020 voru gerðir samningar um sérhæfða heimahjúkrun við Reykjavíkurborg þar sem sérstök áhersla var lögð á að auka þjónustu við þá sem helst þurfa á að halda. Ráðherra fól SÍ að semja við Reykjavíkurborg um rekstur sérhæfðra hjúkrunarrýma fyrir heimilislausa einstaklinga með samþætt geð- og fíknivandamál. Heimahjúkrun var styrkt um 130 milljónir króna af fjárlögum ársins 2019 með sérstakri áherslu á hagnýtingu velferðartækni.  Árið 2020 var síðan 200 milljónum króna veitt af fjárlögum til að byggja upp skipulagða heilsuvernd meðal aldraðra innan heilsugæslunnar um allt land.

Ábyrgð

Heilbrigðisráðuneytið

Kafli

Sterkt samfélag

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta