Hoppa yfir valmynd
Lokið

Framvinda verkefnisins

Markmið alþjóðasamstarfsins, einkum á vegum OECD, er að koma í veg fyrir að skattaðilar komi sér undan greiðslu skatta með skerðingu skattstofna og tilfærslu hagnaðar. Helstu farvegir samstarfsins eru, í fyrsta lagi, samningar milli landa um aukna upplýsingagjöf byggða nýjum staðli um upplýsingaskipti um fjárhagsmálefni (CRS) og skýrslum um starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækjasamtæðna. Í öðru lagi fullgilding marghliða samnings (MLI) um breytingar á tvísköttunarsamningum í samræmi við lágmarkskröfur sem samkomulag er um á milli aðildarríkja OECD.

Síðustu ár hafa verið stigin stór skref í íslenskri skattalöggjöf við að innleiða alþjóðlegar reglur sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir skattundanskot og skattasniðgöngu. Dæmi um slíkt er skráning á raunverulegum eigendum, lögfesting og innleiðing, MLI og BEPS. Innan OECD er stefnt að sameiginlegri niðurstöðu um skattlagningu stafræna hagkerfisins um mitt ár 2021. Verkefnið er viðvarandi. Á kjörtímabilinu verður áframhaldandi OECD samstarf og aðild að samningum.

Ábyrgð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Þróttmikið efnahagslíf

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta