Verkefni
Meta þarf mönnunarþörf til lengri tíma í heilbrigðis- og menntakerfinu og skoða í því samhengi hvort breyta þurfi starfsumhverfi og fyrirkomulagi grunnmenntunar til að mæta vaxandi þörf til framtíðar, m.a. með hliðsjón af aðstæðum í dreifðum byggðum.
Ráðuneyti
Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiðKafli
Menntamál
Framvinda
Átaksverkefni til þriggja ára um stigvaxandi fjölgun nema í hjúkrunarfræði og læknisfræði er komið af stað og sem þýðir fjölgun nema frá haustinu 2024. Áætlað er að fjölga nemendum í læknisfræði úr 60 í 75 árið 2024 og svo upp í 90 nemendur í áföngum til ársins 2028. Jafnframt er stefnt að fjölgun nemenda í hjúkrunarfræði úr 120 í 150 frá og með haustinu 2025. Þar að auki verði boðið upp á nýtt diplómanám í vímuefnaráðgjöf frá og með næsta skólaári.Staða verkefnis
LokiðViðvarandi verkefni