Lokið |
Framvinda verkefnisins
Markmið
Hafinn verður undirbúningur fyrir uppbyggingu Borgarlínu. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.
Staða
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu haustið 2019 tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033, svokallaðan samgöngusáttmála. Sáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið sem hafði ekki verið raunhæfur möguleiki um áratugaskeið. Stór þáttur í þessu verkefni er uppbygging hágæða almenningssamgangna, Borgarlínu, á höfuðborgarsvæðinu.
Alþingi samþykkti á vorþingi 2020 frumvarp um stofnun fyrirtækis um framkvæmd sáttmálans með þátttöku ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Unnið hefur verið að undirbúningi að stofnun fyrirtækisins og að afmörkun verkefna. Samhliða hafa einstök verkefni sáttmálans verið undirbúin og/eða boðin út. Fyrirtækið hefur verið stofnað og ber heitið Betri samgöngur.
- Nánar um sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
- Opinbert hlutafélag stofnað um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu (frétt 2. október 2020)
- Vefur Borgarlínunnar
Ábyrgð
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag