Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Nýr fríverslunarsamningur milli EFTA og Ekvador tók gildi 1. nóvember 2020 og samningar við Indónesíu og Tyrkland munu ganga í gildi þegar þeir hafa verið fullgiltir í aðildarríkjunum. Viðræðum um fríverslunarsamning milli EFTA og Mercosur er nær lokið og stefnt er að lokum viðræðna 2021. Ísland og Noregur eiga samráð við Kanada um að kanna útvíkkun fríverslunarsamningsins til annarra sviða, svo sem þjónustuviðskipta, fjárfestinga og opinberra innkaupa. Reglulegt efnahagssamráð við Japan og Bandaríkin hefur verið sett á fót í því augnamiði að auka frekar tvíhliða viðskipti og fjárfestingar milli landanna. Sem stendur eiga EFTA ríkin í viðræðum um fríverslunarsamninga við Indland, Víetnam, Malasíu og Moldóvu og verið er að skoða að hefja viðræður við Taíland og Kósovó á árinu 2021. Í öllum yfirstandandi viðræðum leggur Ísland áherslu á umhverfismál og mannréttindi. Ísland hefur síðustu ár lagt mikla áherslu á jafnréttismál í alþjóðaviðskiptum og var það m.a. að frumkvæði Íslands sem ákvæði um jafnréttissjónarmið voru tekin inn í samningsmódel EFTA árið 2019. Þá er í nýjum fríverslunarsamningi EES EFTA ríkjanna og Bretlands sérstakur undirkafli um jafnréttismál.
Ábyrgð
Utanríkisráðuneytið
Kafli
Alþjóðamál