Verkefni
Ríkisstjórnin ætlar að nýta nýsköpun í auknum mæli til lausna á viðfangsefnum hins opinbera. Skapaðar verða forsendur fyrir opinbera aðila til þess að vinna að jafnaði með nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í því að hanna og þróa lausnir sem geta leyst viðfangsefni hins opinbera á betri og hagkvæmari hætti en gert er.
Ráðuneyti
Fjármála- og efnahagsráðuneytiðKafli
Iðnaður og nýsköpun
Framvinda
Haldnir eru tveir viðburðir árlega, Nýsköpunardagur hins opinbera og Nýsköpunarmót. Ríkiskaup hefur haft umsjón með þessum viðburðum og mun halda því áfram út kjörtímabilið. Þá eru Ríkiskaup með áætlun um samtal við allar stofnanir til þess að koma auga á slík samvinnutækifæri og nokkur verkefni komin af stað. Í fjármálaáætlun er áætlað um 60 milljónir til samstarfsverkefnis á sviði heilbrigðisnýsköpunar og er það hafið á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.Staða verkefnis
LokiðViðvarandi verkefni