Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Ríkisstjórnin ætlar að nýta nýsköpun í auknum mæli til lausna á viðfangsefnum hins opinbera. Skapaðar verða forsendur fyrir opinbera aðila til þess að vinna að jafnaði með nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í því að hanna og þróa lausnir sem geta leyst viðfangsefni hins opinbera á betri og hagkvæmari hætti en gert er.

Ráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Iðnaður og nýsköpun

Framvinda

Haldnir eru tveir viðburðir árlega, Nýsköpunardagur hins opinbera og Nýsköpunarmót. Ríkiskaup hefur haft umsjón með þessum viðburðum og mun halda því áfram út kjörtímabilið. Þá eru Ríkiskaup með áætlun um samtal við allar stofnanir til þess að koma auga á slík samvinnutækifæri og nokkur verkefni komin af stað. Í fjármálaáætlun er áætlað um 60 milljónir til samstarfsverkefnis á sviði heilbrigðisnýsköpunar og er það hafið á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.

Staða verkefnis

Lokið

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta