Lokið |
Framvinda verkefnisins
Lög um jafnlaunavottun tóku gildi 1. janúar 2018. Samkvæmt lögunum eiga öll ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki sem lögin taka til að vera komin með jafnlaunavottun fyrir lok árs 2022. Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meira í eigu ríkis, sveitarfélög og fyrirtæki á almennum markaði með 250 starfsmenn eða fleiri eiga að vottast fyrir áramótin 2019/2020 og síðan fer það eftir stærð fyrirtækja hvenær þau uppfylla skilyrði laganna um vottun, síðast 31. desember 2022.
Í tengslum við kjarasamninga milli ríkis og sveitarfélaga annarsvegar og aðildarfélaga BSRS hins vegar hefur verið settur á fót starfshópur um endurmat á störfum kvenna. Starfshópurinn skal leggja fram tillögur að aðgerðum til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði og að þær aðgerðir skuli hafa að leiðarljósi að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum þar sem konur eru í meirihluta. Í störfum sínum skal hópurinn líta til starfsstétta þar sem konur eru a.m.k. 65% starfsfólks og greina hvaða þættir hafa áhrif á launamyndun og verðmætamat á störfum sem þær stéttir vinna af hendi. Niðurstöður skulu liggja fyrir ekki síðar en í ágúst 2021.
Framvinda jafnlaunavottunar verður metin með reglubundnum könnunum og fylgst með að öll fyrirtæki uppfylli skilyrði laga fyrir árslok 2022.
Ábyrgð
Forsætisráðuneytið
Kafli
Jöfn tækifæri