Verkefni
Samhliða verður unnið að eflingu sóknaráætlana landshlutanna.
Ráðuneyti
InnviðaráðuneytiðKafli
Byggðamál
Framvinda
Vinna við endurskoðun sóknaráætlanasamninga, sem renna út í árslok 2024, er hafin. Unnið er að því að fá fleiri ráðuneyti með beinum hætti að samningunum. Á tímabilinu október 2023 til janúar 2024 fundaði stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál með öllum átta landshlutasamtökunum um framvindu sóknaráætlana. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að veita landshlutasamtökum sveitarfélaga alls 45 m.kr. framlag árið 2024 vegna vinnu við endurskoðun sóknaráætlana. Í mars var "stefnumót um stefnumótun" innviðaráðuneytis og landshlutasamtaka sveitarfélaga. Öll átta landshlutasamtök sveitarfélaga hafa hafið vinnu við gerð nýrra sóknaráætlana.Staða verkefnis
Komið vel á vegViðvarandi verkefni