Verkefni
Stuðningur við börn af erlendum uppruna verður aukinn í skólakerfinu. Rík áhersla verður lögð á stuðning við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra, m.a. gegnum skóla- og frístundastarf og með auknu aðgengi að íslensku- og samfélagsfræðslu. Horft verði til möguleika á móðurmálsfræðslu og túlkaþjónusta efld einkum til að tryggja aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegum réttindum.
Ráðuneyti
Mennta- og barnamálaráðuneytiðKafli
Menntamál
Framvinda
Unnið hefur verið að mörgum aðgerðum sem tengjast stuðningi við börn af erlendum uppruna í skólakerfinu, m.a. með vísan til heildarsýnar í útlendingamálum sem var kynnt í febrúar 2024. Þróunarverkefnið Menntun Móttaka Menning (MEMM), sem miðar að því að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í skólum og frístundastarfi, var sett á fót í maí 2024. Framhaldsskólum sem bjóða upp á íslenskubrautir hefur verið fjölgað fyrir næsta skólaár.