Rannsóknarnefnd samgönguslysa
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa, nr. 18/2013. Með lögunum sem tóku gildi 1. júní 2013 var starfsemi rannsóknarnefndar flugslysa, rannsóknarnefndar sjóslysa og rannsóknarnefndar umferðarslysa sameinuð og féllu lög um nefndirnar þrjár þar með úr gildi.
Markmið laganna um rannsóknarnefnd samgönguslysa er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir.
Nefndin er þannig skipuð:
- Guðmundur Úlfarsson, prófessor, formaður,
- Geirþrúður Alfreðsdóttir, vélaverkfræðingur, varaformaður,
- Bryndís Lára Torfadóttir, flugstjóri,
- Gestur Gunnarsson, flugvirki,
- Guðrún Nína Petersen, sérfræðingur á sviði veðurfræðirannsókna,
- Hilmar Snorrason, skólastjóri slysavarnarskóla Landsbjargar,
- Pálmi Kristinn Jónsson, vélfræðingur.
Varamenn eru:
- Áslaug Árnadóttir, lögmaður,
- Guðrún María Svavarsdóttir, læknir,
- Hjörtur Emilsson, skipaverkfræðingur,
- Hörður Vignir Arelíusson, flugumferðarstjóri,
- Jón Finnbjörnsson, lögfræðingur og sérfræðingur í sjórétti,
- Tómas Davíð Þorsteinsson, mannauðs- og rekstrarstjóri.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
Húsi FBS-R v. Flugvallaveg, 101 Reykjavík
Sími: 511 1666 / Fax: 511 1667
24 tíma bakvakt: 660 0336
Netfang [email protected]
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.