Lokið |
Framvinda verkefnisins
Markmið
Mótuð verður flugstefna þar sem horft er til lengri tíma og rík áhersla lögð á að alþjóðaflugvellir landsins mæti sem best þörfum flugrekanda fyrir varaflugvelli og hliðum inn til landsins verði fjölgað til að efla ferðaþjónustu.
Staða
Fyrsta flugstefnan var kynnt á árinu 2020 og samþykkt samhliða endurskoðaðri samgönguáætlun. Settur hefur verið upp aðflugsbúnaður á flugvellinum á Akureyri sem er mikilvægur öryggisbúnaður fyrir millilandaflug. Þá er unnið að stækkun flugstöðvar og flughlaði á Akureyri sem styður við og greiðir fyrir beinu millilandaflugi til Akureyrar. Miðað er við að framkvæmdir við flugstöðina hefjist á árinu 2021. Loks er miðað við að yfirlag verði endurnýjað á Egilsstaðaflugvelli 2021 og sett þar upp aðflugsljós. Framkvæmdin styður við millilandaflug til vallarins og styrkir hann sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll.
- Nánar um flugstefnu
- Framkvæmdum á flugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum flýtt (frétt 25. mars 2020)
- Viðbygging reist við flugstöðina á Akureyri (frétt 30. mars 2020)
Ábyrgð
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Dómsmálaráðuneytið og avinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðKafli
Sterkt samfélag