Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Húsnæðismál og skipulagsmál verða færð í nýtt innviðaráðuneyti til að tryggja betri samhæfingu með sveitarfélögum og aukinn stöðugleika á húsnæðismarkaði. Áætlanir í samgöngumálum, húsnæðismálum og skipulagsmálum verða samþættar og lagðar fram samhliða og þannig tryggt að samgöngur séu í þágu byggðar og loftslags til að uppfylla ferðaþörf og skapa sjálfbær hverfi og sjálfbærar byggðir.

Ráðuneyti

Innviðaráðuneytið

Kafli

Húsnæðismál

Framvinda

Tillaga til þingsályktunar um húsnæðisstefnu ásamt fimm ára aðgerðaáætlun var samþykkt á Alþingi í júní 2024. Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu ásamt fimm ára aðgerðaáætlun var samþykkt í maí 2024. Tillaga til þingsályktunar um samgöngumál ásamt fimm ára aðgerðaáætlun var lögð fram í október 2023. Áætlunin hefur verið til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd sem hefur ákveðið að fresta afgreiðslunni fram á haust 2024.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta