Lokið |
Framvinda verkefnisins
Formennska Íslands í Norðurskautsráðinu hófst í maí 2019 og lauk með fjölsóttum ráðherrafundi í Reykjavík í maí 2021. Sjálfbærnissjónarmið voru í öndvegi í formennskuáætlun Íslands þar sem áhersla var einkum lögð á eftirtalin verkefni: Plastmengun í hafinu, bláa lífhagkerfið, leit og björgun á hafinu, súrnun sjávar, haftengd ferðaþjónusta, orkuskipti í smærri samfélögum, sót- og metanmengun, hopun jökla, innflæði ferskvatns í norðurhöf, forvarnir meðal ungmenna, fjarskipti, aðlögun að loftslagsbreytingum, jafnrétti og kvikasilfurmengun. Ráðherrafundinn sátu utanríkisráðherrar allra átta norðurskautsríkjanna ásamt leiðtogum þeirra sex frumbyggjasamtaka sem eiga þar föst sæti, sem voru bæði á staðnum en tóku einnig þátt á netinu. Utanríkisráðherrarnir átta undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsinguna og áréttuðu þannig skuldbindingu ráðsins um að viðhalda friði, stöðugleika og uppbyggilegri samvinnu á norðurslóðum. Með yfirlýsingunni leggja ráðherrarnir áherslu á einstaka stöðu norðurskautsríkjanna til að stuðla að ábyrgum stjórnunarháttum á svæðinu og þá undirstrika þeir mikilvægi þess að takast þegar í stað á við loftslagsbreytingar á norðurslóðum. Enn fremur samþykktu ráðherrarnir fyrstu stefnuyfirlýsingu ráðsins, en hún endurspeglar sameiginleg gildi, markmið og metnað norðurskautsríkjanna og samtaka frumbyggja. Verður hún höfð að leiðarljósi í starfi ráðsins á komandi áratugÁbyrgð
Utanríkisráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Umhverfis- og auðlindaráðuneytiðKafli
Alþjóðamál