Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða komin í samráðsgáttina

Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og verða aðgengileg þar til umsagnar fram til 1. september næstkomandi. Heilbrigðisráðherra fól Halldóri Guðmundssyni dósent við HÍ og fyrrverandi framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar að vinna þessi drög og hefur hann nú skilað skýrslu sinni. Stefnudrögin voru sett inn í samráðsgáttina í dag 2, júlí en þau verða jafnframt kynnt á Heilbrigðisþingi sem boðað hefur verið til þann 20. ágúst næst komandi.

Heilbrigðisráðuneytið óskaði þess að við gerð stefnudraganna yrði horft til heildarskipulags þjónustu við aldraða, samþættingar milli heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu og þverfaglegs samstarfs á milli þessara þjónustustiga. Einnig að tekið yrði mið af nýjum áskorunum og viðfangsefnum til framtíðar á þessu sviði og fjallað um mögulegar breytingar á framkvæmd þjónustunnar og skipulagi hennar með hliðsjón af nýsköpun og þróun hérlendis og hjá nágrannaþjóðum. Þá lagði ráðuneytið áherslu á að haft yrði samráð við notendur öldrunarþjónustu og aðstandendur þeirra um allt land og einnig við þá aðila sem helst koma að þjónustu við aldraða, hvort heldur hjá ríki, sveitarfélögum eða einkaaðilum.

Hægt er að nálgast skýrslu Halldórs í samráðsgáttina hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta