Hoppa yfir valmynd
28. október 2022 Forsætisráðuneytið, Matvælaráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir gerð minnisvarða um síldarstúlkur á Siglufirði

Hugmynd siglfirska myndlistarmannsins Arthurs Ragnarssonar að minnisvarðanum. - mynd

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 15 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja gerð minnisvarða um þátt síldarstúlkna í íslensku atvinnu- og efnahagslífi á síðustu öld. Ráðgert er að minnisvarðinn verði staðsettur á sérbyggðu plani við Síldarminjasafnið á Siglufirði. Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga.

Á næsta ári verða liðin 120 ár frá því að Norðmenn hófu síldveiðar frá Siglufirði en síldveiðar við Ísland hófust fyrir rúmum 150 árum. Fyrirhugað er að minnisvarðinn verði vígður í lok júlí á næsta ári með veglegri helgardagskrá á Siglufirði þar sem framlag síldarstúlkna verður sérstaklega heiðrað.

Þegar mest var á síldarárunum voru síldarstúlkurnar á Siglufirði um þúsund talsins og voru þær tilbúnar til að bjarga verðmætum dag og nótt, hvernig sem viðraði.  

Gerð hefur verið frummynd af minnisvarðanum en unnið verður að gerð hans í vetur á vélaverkstæðum á Siglufirði. Minnisvarðinn verður gerður úr sérstöku stáli sem norðlenskt veðurfar, sjóselta, rok, rigning, snjór og frost, vinnur ekki á.

  • Ríkisstjórnin styrkir gerð minnisvarða um síldarstúlkur á Siglufirði - mynd úr myndasafni númer 1

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta