Hoppa yfir valmynd
15. maí 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

S&P Global Ratings staðfestir A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs - horfur eru áfram stöðugar

Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. S&P reiknar með neikvæðum hagvexti um 7,5% á yfirstandandi ári vegna verulegra neikvæðra áhrifa Covid-19 á ferðaþjónustu. Hógvær nettó skuldastaða hins opinbera veitir þó viðspyrnu við því áfalli sem kórónufaraldurinn hefur á íslenskt efnahagslíf.

Stöðugar horfur endurspegla viðnámsþrótt hagkerfisins bæði á sviði ríkisfjármála sem og í ytri stöðu þjóðarbúsins, og veitir svigrúm til að takast á við áfallið vegna Covid-19 á næstu árum, og þær áhættur sem því fylgja. Sterk stofnanaumgjörð og skilvirk stefnumótun styður við lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs.

Fram kemur í fréttatilkynningu S&P að lánshæfismat ríkissjóðs gæti hækkað ef staða opinberra fjármála og erlend staða þjóðarbúsins styrkist verulega umfram það sem fyrirtækið gerir ráð fyrir. Hraðari viðsnúningur en gert er ráð fyrir getur dregið úr skuldsetningu og næmni gagnvart ytri áhættuþáttum. Þá gæti lánshæfismat ríkissjóðs lækkað ef samdráttur í efnahagslífi vegna Covid-19, mun vara lengur en gert er ráð fyrir, t.a.m. vegna lengri og dýpri niðursveiflu í ferðaþjónustu.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta