Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála
Umsóknarfrestur um embætti skrifstofustjóra fjármála í heilbrigðisráðuneytinu rann út 28. október síðastliðinn. Sautján sóttu um embættið.
Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til heilbrigðisráðherra, sem skipar í starfið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.
Umsækjendur eru eftirtaldir:
- Ari Sigurðsson, skrifstofustjóri
- Ásgeir Runólfsson, staðgengill skrifstofustjóra
- Ásta Huld Hreinsdóttir, skrifstofustjóri
- Beta Dagný Hannesdóttir, starfsmaður á fjármálasviði
- Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður
- Eyjólfur Örn Snjólfsson, framkvæmdastjóri
- Fannar Karvel Steindórsson, framkvæmdastjóri
- Geir Kristinsson, fjármálastjóri
- Guðmann Ólafsson, staðgengill skrifstofustjóra
- Gunnar Tryggvi Halldórsson, rekstrarstjóri
- Inga Birna Einarsdóttir, sérfræðingur
- Ingi Jóhannes Erlingsson, fjármála- og rekstrarstjóri
- Jóhanna Lind Elíasdóttir, sérfræðingur
- Katrín Anna Guðmundsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra
- Margrét Irma Jónsdóttir, verkefnastjóri
- Páll Línberg Sigurðsson, rekstrarstjóri
- Vilberg Haukur Hjartarson, þjónustufulltrúi