Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Vakin er athygli á heimasíðu samstarfssjóðsins utn.is/samstarfssjodur þar sem finna má eftirfarandi:
- Nýjar reglur um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til fyrirtækja
- Verklagsreglur samstarfssjóðsins
- Fylgiskjöl með umsókn
- Önnur gögn til upplýsinga
Umsókn skal send til utanríkisráðuneytisins fyrir lok 7. desember 2020 í gegnum miðlæga þjónustugátt hins opinbera island.is/samstarfssjodur. Umsóknarkerfið krefst rafrænnar auðkenningar með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á netfangið [email protected] eigi síðar en 30. nóvember nk.
- Alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins