Hoppa yfir valmynd
18. september 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Eydís Líndal Finnbogadóttir skipuð forstjóri Náttúrufræðistofnunar

Eydís Líndal Finnbogadóttir - mynd

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Eydísi Líndal Finnbogadóttur í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar.

Eydís hefur verið settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar  frá því stofnunin tók til starfa 1. júlí sl., en Alþingi samþykkti í maí á þessu ári frumvarp um nýja Náttúrufræðistofnun. Stofnunin varð til er Landmælingar Íslands, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn og  Náttúrufræðistofnun Íslands sameinuðust undir nafninu Náttúrufræðistofnun.

Eydís var  settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árslokum 2021. Áður var hún forstjóri Landmælinga Íslands frá 2019, en hún starfaði hjá Landmælingum Íslands frá árinu 1999, m.a. sem forstöðumaður yfir fagsviði miðlunar og grunngerðar og sem staðgengill forstjóra.

Eydís er með B.Sc.-gráðu í jarðfræði og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið M.sc (Candidat) í jarðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og M.sc í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Háskóla Íslands. Þá er Eydís er með diploma í alþjóðasamskiptum frá HÍ, landvarðaréttindi auk leiðsögumannaréttinda frá Menntaskólanum í Kópavogi.

Eydís hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, meðal annars innan skátahreyfingarinnar, ÍA og Karatesambands Íslands. Fyrir þetta hefur hún m.a. hlotið gullmerki ÍSÍ.

Eydís er gift Þresti Þór Ólafssyni, vélfræðingi og eiga þau þrjá syni.

Ný Náttúrufræðistofnun er liður í umfangsmiklum stofnanabreytingum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur unnið að, ásamt undirstofnum, frá miðju ári 2022 og sem miða að því að skapa vettvang fyrir kraftmikið fagstarf og árangur. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum