Þann 28. febrúar 2025 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar embætti varadómanda við Endurupptökudóm. Umsóknarfrestur rann út þann 17. mars síðastliðinn og barst ráðuneytinu ein umsókn, frá Tómasi Hrafni Sveinssyni, formanni umdæmisráðs Barnaverndar Reykjavíkur. Hefur sú umsókn verið send dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar. Skipað verður í embættið eftir að dómnefnd lýkur störfum.
Efnisorð